mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jólaverslun hestamanna hafin - myndir

14. desember 2010 kl. 16:16

Jólaverslun hestamanna hafin - myndir

Það var líf og fjör í versluninni Lífland þegar Eiðfaxi kom þar við í dag. Starfsfólk hafði nóg að gera enda sagði Regína Gunnarsdóttir verslunarstjóri að greinilega væru jólin að nálgast...

„Hestafólk er farið að skoða og kaupa jólagjafir. Það er mikið verslað af fatnaði en algengt er að fólk gefi kuldagalla og úlpur sínu nánasta. Í smærri gjöfum eru það hanskar og höfuðleður sem eru vinsælar gjafir. Við eigum hér nýtt hesta-púsluspil sem margir eru að kaupa með stærri gjöfum“ segir Regína að lokum.