sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jólastemning í verslunum Líflands

7. desember 2011 kl. 17:45

Jólastemning í verslunum Líflands

Undanfarin ár hefur Lífland boðið viðskiptavinum sínum upp á ýmsa viðburði fyrir jólin. Fagfólk innan hestamennskunnar kemur í verslanir Líflands í Reykjavík og á Akureyri og er viðskiptavinum innan handar með val á búnaði. Hvetjum við viðskiptavini okkar til að koma og leita í reynslubanka þessa fagfólks.

Laugardaginn 10. desember mun Þórdís Erla Gunnarsdóttir tamningamaður og reiðkennari aðstoða viðskiptavini okkar frá 12:00 til 15:00. Einnig mun Rúnar Þór Guðbrandsson kynna Hrímnis hnakkana frá 12:00 til 15:00 og þá ekki síst hinn nýja glæsilega hnakk, Hrímni Master.

Sigurbjörn Bárðarson, Viðar Ingólfsson, Baldvin Ari Guðlaugsson, Benedikt Líndal og fleiri snillingar munu kíkja til okkar fyrir jólin. Fylgist með dagskránni á www.lifland.is

Bestu kveðjur, starfsfólk Líflands