laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jólagjöfin í ár ?

10. desember 2013 kl. 14:00

Erling Ó. Sigurðsson tekur sig vel út í fyrirsætustörfunum

Styrktarsjóðurinn TAKTUR

Styrktarsamtökin Taktur hafa gert dagatal sem sýna „öðruvísi“ myndir af þekktum hestamönnum og er það komið í sölu. Ágóðin rennur allur í styrktarsjóðinn en markmið sjóðsins er að veita hestamönnum og konum sem orðið hafa fyrir alvarlegum áföllum af völdum slysa eða veikinda fjárhagsstuðning. Til að fjármagna sjóðinn hefur hópurinn í hyggju að bjóða upp á og hvetja til ýmissa viðburða eins og dagatalsins en einnig var haldið mót í Mosfellsbæ þar sem keppt var í þrautabraut og kappreiðum. Fyrirhugað er að hafa slíka mótaröð aftur sumarið 2014.  Fleiri viðburðir eru í kortunum, svo sem tónleikar og fleira. Þetta framtak er þeirra leið til að sýna stuðning, láta gott af sér leiða og vera til staðar fyrir hvert annað þegar fólk þarf að takast á við áföll.