föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jólablað Eiðfaxa inn um lúguna í næstu viku

10. desember 2013 kl. 10:00

Jólablað Eiðfaxa

Hestakaupmaðurinn Coghill - Jói Skúla - Raggi Tomm

Það verður ekki amalegt að setjast niður um jólin með hnausþykkan Eiðfaxa, kertaljós og konfekt. Jólablaðið er stútfullt af allskonar fróðleik, viðtölum og öðru áhugaverðu efni. Þar verður stiklað á stóru og litið yfir árið sem senn mun líða. 

Meðal efnistaka er: Ítarlegt  viðtal við Ragnar Tómasson en hann hlaut heiðursverlaun LH fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunar sem og viðtal við Jóhann Skúlason en hann hlaut titilinn knapi ársins. Einnig verður sögð saga af Coghill hestakuapmanni, sem reið í kring um landið með fulla poka af gulli til hestakaupa og þótti gjálífur mjög.  

Þá verður fróðleg grein um ímynd íslenska hestsins birt ásamt spennandi úrslitum ljósmyndasamkeppni EIðfaxa.

Tvær ferðasögur verða birtar í tölublaðinu en það er annars vegar ferðasaga Freyju Imsland um hesta Samúræjanna og japönsku eyjuna Hokkaido og hins vegar sagan af Hringferð Eiðfaxa

Þetta og mun meira  verður í glæsilegu jólablaði Eiðfaxa en hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6633 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is