fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jói Skúla og Finnbogi efstir í tölti og fjórgangi

12. júlí 2019 kl. 13:10

Einar Öder og Jói Skúla fagna

Danska meistaramótið hófst í gær.

Danska meistaramótið hófst í gær. Keppt var m.a. í tölti T1 og slaktaumatölti T2 og í morgun var keppt í fjórgangi V1.

Það er óhætt að segja að Jóhann R. Skúlason á Finnboga frá Minni-Reykjum sé að standa sig vel. Þeir félagarnir eru efstir að lokinni forkeppni bæði í tölti og fjórgangi. Einkunn þeirra í tölti er 8,80 og í fjórgangi 7,70.

Í forkeppni í tölti er Hans-Christian Løwe  og Vigdís frá Vivildgard í öðru sæti með 8,27 og í þriðja sæti situr Frederikke Stougard og Börkur frá Sólheimum með 8,13.

Í fjórgangi eru þær Steffi Svendsen með Sjóla von Teland og Sys Pilegaard með Flugu frá Langstöðum jafnar í 2-3 sæti með 7,33 í einkunn.

Í slaktaumatölti er Kristian Tofte Ambo í forystu en hann situr Tón frá Ólafsbergi og er einkunn þeirra 7,90. Í öðru sæti er Julie Christiansen á Felix frá Blesastöðum 1A með 7,70 í einkunn og jöfn í þriðja til fjórða sæti eru Hans-Christian Løwe með Eldjárn frá Vivildgard og Amalie Møller San Pedro á Arnari frá Store Skovgaard með 7,37 í einkunn.

 

Fylgjast má með öllum úrslitum mótsins með því að smella hér