föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jói Skúla minnir á sig

19. júní 2019 kl. 18:00

Finnbogi frá Minni-Reykjum á HM2017

Fyrrum heimsmeistarinn í tölti minnir á sig fyrir komandi heimsmeistaramót

Jóhann R. Skúlason er einn af þeim landsliðsknöpum sem starfa á erlendri grundu. Hann mætti á  worldranking mót á Eichenhof í Þýskalandi um helgina með Finnboga frá Minni-Reykjum.

Það má segja að árangur þeirra hafi verið glæsilegur en þeir hlutu 8,77 í forkeppni í tölti og 7,47 í forkeppni í fjórgangi. 

Jóhann er einn af þeim knöpum sem valdir voru í landsliðshóp Íslands í vetur og því hlýtur hann með þessum einkunnum að minna vel á sig þegar að endanlegu vali landsliðsins kemur að loknu Íslandsmóti.

Allar niðurstöður úr forkeppni á mótinu má nálgast með því að klikka hér