laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jói með tvö

21. febrúar 2014 kl. 19:26

Jóhann mætir með Hnokka og Snugg.

Forkeppni í tölti heldur áfram

Áfram heldur glæsilegt Heimsbikarmót í Óðinsvéum. Seinni helmingur forkeppni í tölti hefst innan skamms og er það síðasti dagskráliður kvöldins. 

Fram munu koma fjöldi glæstra gæðinga. Jóhann Skúlason er skráður til leiks með tvö hross, heimsmeistara Hnokka frá Fellskoti og nýja stjörnuefnið Snugg frá Grundet Hus. Hins vegar afskráði hann Mídas frá Kaldbak.

Unn Kroghen mætir með Hrafndyn frá Hákoti, Bernt Severinsen með Tígul frá Kleiva og Anne Stine Haugen með Kristal frá Jarðbrú.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á heimasíðu mótsins worldtoelt.dk. Við hjá Eiðfaxa fylgjumst náið með mótinu.