þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

John og Konsert sigruðu fimmganginn

30. mars 2012 kl. 22:24

John og Konsert sigruðu fimmganginn

Fjölmennt var á reiðhallargólfi Ölfushallar í síðustu úrslitum Meistaradeildar. Alls voru átta keppendur mættir til leiks og mikil spenna í loftinu sem hafði óneitanlega áhrif á afköst hestanna í kvöld.

Þorvaldur Árni Þorvaldsson fór þar mikinn á Gjafari frá Hvoli, fékk hæstu einkunn keppenda í tölti og sýndu af öryggi brokk, fet og stökk og var efstur áður en að skeiðsprettunum kom. Þar fipaðist þeim hins vegar í fyrstu tveimur sprettunum, en sýndi nokkuð kraftlausan síðasta sprett. Lokaeinkunnin 6,62 og 8. sæti staðreynd.

Sigurvegari B-úrslita, John Kristinn Sigurjónsson og Konsert frá Korpu voru einnig í miklu stuði, fengu hæstu einkunn fyrir fjaðrandi fallega brokksýningu, skemmtilegt tölt og stökk. Skeiðsprettirnir voru sýndir af keppnisgleði og stungu þeir sig því uppí efsta sæti keppninnar, 7,43 lokaeinkunn.

Glæsilegustu sprettina sýndu þó Elvar Þormarsson og Skuggi frá Strandarhjáleigu sem luku keppni í 3.-4. Sæti ásamt Artemisiu Bertus og Sólbjarti frá Flekkudal.

Úrslitin höfðu þó ekki áhrif á niðurstöðu einstaklingskeppninnar, en Artemisa Bertus var krýndur sigurvegari Meistaradeildarinnar í kvöld.

Úrslit fimmgangsins

  1. John Kristinn Sigurjónsson      Hrímnir Konsert frá Korpu 7,43
  2. Viðar Ingólfsson        Hrímnir Már frá Feti  7,14
  3. Elvar Þormarsson        Spónn.is        Skuggi frá Strandarhjáleigu 7,07
  4. Artemisia Bertus        Hrímnir Sólbjartur frá Flekkudal 7,07
  5. Haukur Baldvinsson      Auðsholtshjáleiga       Falur frá Þingeyrum 6,93
  6. Guðmundur Björgvinsson  Top Reiter / Ármót  Gammur frá Þúfu 6,88
  7. Sigurbjörn Bárðarson    Lýsi    Stakkur frá Halldórsstöðum 6,67
  8. Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter / Ármót  Gjafar frá Hvoli 6,62