mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Johanna Beuk og Merkur von Birkenlund heimsmeistarar

8. ágúst 2013 kl. 14:25

Johanna Beuk og Merkur

Arna Ýr og Gústaf Ásgeir urðu fjórða og fimmti í A-úrslitum ungmennaflokks í fjórgangi.

A-úrslitum ungmenna í fjórgangi var að ljúka rétt í þessu og voru þau hörkuspennandi. Báðir fulltrúar Íslands í fjórgangi ungmenna komust í A-úrslit, þau Arna Ýr á Þrótti frá Fróni og Gústaf Ásgeir á Björk frá Enni.
Þau stóðu sig bæði með prýði og voru landi og þjóð til sóma.

Sigurvegarar A-úrslitanna voru hins vegar hin þýsku Johanna Beauk og Merkur von Birkenlund með einkunnina 7.57. Silfrinu lönduðu Thomas Vilain Rorvang og Ykur frá Hvítanesi frá Danmörku með einkunnina 7.53 og bronsið féll í skaut norsku Odu Ugland og Háreks frá Vindási en þau hlutu einkunnina 7.27.
Í fjórða sæti urðu Arna Ýr og Þróttur frá Fróni og í því fjórða Gústaf Ásgeir og Björk frá Enni.

Þess má geta að Gústaf Ásgeir er efstur í slaktaumatölti ungmenna eftir forkeppni og töltið er eftir, en Arna Ýr er einnig skráð í töltið sem er á morgun.

Gaman er að sjá hversu vel ríðandi og prúð unga kynslóðin er í dag, en það ber framtíðinni gott vitni.

Niðurstöður úrslitanna :

01:    185    Johanna Beuk [DE] - Merkur von Birkenlund - 7,57

02:    060    Thomas Vilain Rørvang [DK] - Ylur frá Hvítanesi  - 7,53

03:    135    Oda Ugland [NO] - Hárekur frá Vindási  - 7,27

04:    001    Arna Ýr Guðnadóttir [IS] - Þróttur frá Fróni   - 6,63

05:    008    Gústaf Ásgeir Hinriksson [IS] - Björk frá Enni   - 6,37