föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jóhann og Tígull frá Kleiva sigra ístöltmót-

12. febrúar 2012 kl. 16:23

Jóhann og Tígull frá Kleiva sigra ístöltmót-

Í gær fór fram stór Ístöltmót í Frederikshavn í Danmörku. Margir sterkir hestar og færir knapar voru þar mættir til leiks.

Jóhann Skúlason og hinn ungi Tígull frá Kleiva sigruðu mótið með 8,44 í lokaeinkunn, en á hæla hans varð Trine Risvang á Leikni frá Søtofte með 8,33. Nils-Christian Larsen hlaut brons á Hrynjanda fra Fagereng með 7,78 og Tina Kirkaas varð fjórða á stóðhestinum Þokka frá Kýrholti. Thomas Larsen og Skáti frá Skáney urðu fimmtu eftir að hafa unnið B-úrslitin og Mari Soot Kristiansen varð sjötta á Lostai frá Strandarhjáleigu.

Stóðhesturinn Feykir frá Háholti, sem keppti fyrir Íslands hönd í 5 vetra flokki stóðhesta á Heimsmeistaramótinu var mættur á ísinn undir stjór Rasmus Møller Jensen og luku þeir sæti í 8. sæti og kepptu í B-úrslitum.