laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jóhann og Hnokki sigruðu töltið

26. febrúar 2012 kl. 10:11

Jóhann og Hnokki sigruðu töltið

Jóhann Skúlason og Hnokki frá Fellskoti sigruðu örugglega í töltkeppni Heimsbikarmótsins í gær, með 9,17 í lokaeinkunn.

Þeir hlutu 9.5 fyrir hraðabreytingar og yfirferðatölt og voru vel að sigrinum kominn. 

Önnur varð heimsbikarhafinn í fjórgangi Frauke Schenzel á Tígul vom Kronshof og Anne Stine Haugen og Muni frá Kvistum fengu brons.

Þá getur Þórður Þorgeirsson gengið stoltur frá mótinu, því auk þess að sigra fimmgangskeppnina var Glymur frá Innri-Skeljabrekku í uppáhaldi áhorfenda á stóðhestasýningunni, fékk 58% atkvæða í vinsældarkosningu. Þeir sem næst komu fengu töluvert færir atkvæði, Feykir frá Háholti fékk 15% og Marel frá Feti 14%.