miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jóhann og Hnokki samanlagðir heimsmeistarar

9. ágúst 2013 kl. 14:15

Jói og Hnokki

Jóhann Skúlason og Hnokki frá Fellskoti heimsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum!

Ljóst er að hinn margfaldi heimsmeistari í tölti, Jóhann R. Skúlason og hestur hans Hnokki frá Fellskoti eru orðnir heimsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum.

Ljóst var áður en þeir riðu í brautina að ef þær næðu einkuninni 8.58 eða yfir að þá væri heimsmeistaratitill í samanlögðum fjórgangsgreinum í höfn. Við Íslendingar erum því komnir með tvo heimsmeistara enn sem komið er.

Hér má sjá myndband með þeim félögum úr brautinni.