sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jóhann með tvo spaðaása á WorldCup

22. febrúar 2010 kl. 09:50

Undirbýr nýjan heimsmeistara

Jóhann Skúlason var knapi mótsins á WorldCup í Óðinsvéum. Hann sigraði töltið á Hnokka frá Fellskoti og stóðhestakeppnina á Höfða frá Snjallsteinshöfða. Þetta eru nýir keppnishestar hjá Jóhanni. Jóhann og Hnokki fengu 8,17 í einkunn í töltinu en næsti keppandi, Julie Christiansen á Gyðju frá Skipaskaga 7,67.

Sigurður Ævarsson, hestadómari, sem var á mótinu, segir að allt bendi til að Jóhann sé að undirbúa nýjan heimsmeistara í tölti. Hnokki sé kominn í afar fallegt form og hafi haft nokkra yfirburði í töltinu. „Báðir hestarnir hjá Jóhanni voru komnir í form sem einkennir þá hesta sem hann þjálfar. Hnokki verður illviðráðanlegur næstu árin ef marka má þessa fyrstu keppni þeirra. Hesturinn var verulega flottur,“ segir Sigurður Ævarsson.

Agnar Snorri Stefánsson sannaði enn einu sinni hæfni sína í hnakknum. Sigraði í fimmgangi á Rómi frá Búðardal og skaut aftur fyrir sig tveimur meisturum, Magnúsi Skúlasyni á Hraunari frá Efri-Rauðalæk, og núverandi heimsmeistara í fimmgangi, Stian Petersen á Tindi frá Varmalæk. Llucia Koch varð hlutskörpust í fjórgangi á Jarli frá Miðkrika og Elise Lundhaug í tölti ungmenna á Hvini fra Holtsmula.

Tölt A úrslit:

01 Johann R. Skulason / Hnokki frá Fellskoti / DK 8,17

02 Julie Christiansen / Gyðja frá Skipaskaga / DK 7,67

03 Agnar Snorri Stefánsson / Mist van de Waaldijk / DK 7,61

04 Frauke Schenzel / Teigur vom Kronshof / DE 7,33

05 Dorte Rasmussen / Gumi fra Strandahöfda / DK 7,17

06 Elias Árnason / Jór frá Gýgjarhóli / DK 6,94

Tölt B úrslit:

06 Uli Reber / Dröfn frá Litla-Moshvoli / DE 6,83

06 Elias Árnason / Jór frá Gýgjarhóli / DK 6,83

08 Anne Sofie Nielsen / Nökkvi fra Ryethøj / DK 6,72

08 Trine Risvang / Leiknir fra Søtofte / DK 6,72

10 Steffi Kleis / Kormakur vom Lipperthof / DE 6,67

Fjórgangur A úrslit:

01 Lucia Koch / Jarl frá Miðkrika / AT 7,77

02 Nils-Christian Larsen / Reyr frá Dalbæ / NO 7,33

03 Kristian Magnuson / Tigull frá Skáney / DK 7,27

03 Frauke Schenzel / Tigull vom Kronshof / DE 7,27

05 Jolly Schrenk / Gandur von der Igelsburg / DE 7,24

06 Samantha Leidesdorff / Kringla von Eldhof / DE 6,27

Fjórgangur B úrslit:

06 Nils-Christian Larsen / Reyr frá Dalbæ / NO 7,50

07 Tina Kalmo Pedersen / Kolgrimur från Slätterne / NO  7,20

08 Julie Christiansen / Gellir frá Árbakka / DK 7,00

09 Anne Stine Haugen / Kveikur fra Lian / NO 6,87

09 Irene Reber / Brjánn frá Reykjavik / DE 6,87

11 Agnes Helga Helgadottir / Lisa fra Jakobsgården / NO    6,67

Fimmgangur A úrslit:

01 Agnar Snorri Stefánsson / Rómur frá Búdardal / DK 6,90

02 Magnus Skúlason / Hraunar frá Efri-Rauðalaek / SE 6,83

03 Stian Pedersen / Tindur frá Varmalæk / NO 6,81

04 Johann R. Skulason / Snar frá Kjartansstöðum / DK 6,64

04 Dorte Rasmussen / Kyndill fra Tjenergaarden / DK 6,64

06 Julie Christiansen / Örn frá Efri-Gegnishólum / DK 6,17

Fimmgangur B úrslit:

06 Magnus Skúlason / Hraunar frá Efri-Rauðalaek / SE 6,86

07 Stine Helene Sørvåg / Ljósvaki fra Akureyri / NO 6,43

08 Samantha Leidesdorff / Njála frá Kálfsholti / DE 6,33

09 Nils-Christian Larsen / Hvellur frá Herriðarholi / DK 5,95

10 Uli Reber / Naddur vom Schluensee / DE 5,64

Tölt ungmenna:

01 Elise Lundhaug / Hvinur fra Holtsmula / NO 7,56

02 Ditte Søeborg / Dár frá Kjartansstöðum / DK 7,00

03 Marian Wruck / Bibi vom Ostetal / DE 6,72

04 Helena Kroghen-Adalsteinsson / Seth fra Nøddegården / SE 6,67

05 Oda Ugland / Hàrekur fra Vindási / NO 6,61