fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jóhann mætir með tvo á World Toelt-

7. febrúar 2012 kl. 15:15

Jóhann mætir með tvo á World Toelt-

Heimsmeistarinn Hnokki frá Fellskoti er enn óseldur og er nú eina hrossið í þrotabúi Skovbogaardsem er enn falur. Hann er því enn í þjálfun hjá Jóhanni Skúlasyni sem ætlar að koma fram á honum á Heimsbikarmótinu - World Toelt - sem fer fram 24.-25. febrúar í Óðinsvéum, Danmörku. Hann ætlar einnig að tefla fram nýja keppnistöltefninu sínu Tígul frá Kleiva.

Auk Jóhanns munu tveir aðrir afreksknapar keppa í nafni Íslands á mótinu, þeir Agnar Snorri Stefánsson sem sýnir norskfæddan Erp frá Brenno og Þórður Þorgeirsson sem mun sýna Kastró frá Efra-Seli, fyrstu verðlauna stóðhest sem nýlega fór utan.  

Þeir sem eru á leið til Danmörku mega því búast við taumlausri töltgleði!