fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jóhann mætir með Arion

3. apríl 2015 kl. 13:05

Arion frá Eystra-Fróðholti hlaut 10,0 bæði fyrir tölt og hægt tölt. Auk þess hlaut hann 9,5 fyrir skeið, vilja/geðslag og fegurð í reið.

Heimsmeistarinn á hæst dæmda stóðhest ársins 2014 á töltmótinu Allra sterkustu.

Jóhann R. Skúlason, heimsmeistari í tölti, mun mæta á stóðhestinum Arion frá Eystra-Fróðholti á Allra sterkustu sem fram fer annað kvöld. Daníel Jónsson sem skráður var með hestinn á ráslista, mun hins vegar mæta á Kolbrá frá Kjarnholtum.

Arion þarf vart að kynna. Hann var hæst dæmdi stóðhestur síðasta árs í kynbótasýningum, með 8,91 í aðaleinkunn. Hann er meðal annars með 10 fyrir hægt tölt og tölt. Undanfarna mánuði hefur Arion komið fram í fáeinum keppnum undir stjórn Daníels Jónssonar. 

Kolbrá frá Kjarnholtum er Orradóttir sem hlaut 8,46 í aðaleinkunn kynbótadóms í fyrra undir stjórn Daníels. Þau hafa komið fram í keppni, og var Kolbrá m.a. valin glæsilegasti hestur Hestaþings Loga sem haldið var síðsumars.