sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spennandi keppni

odinn@eidfaxi.is
11. febrúar 2016 kl. 23:43

Árni Björn og Skíma sigruðu gæðingafimi MD2016.

Gæðingafimi Meistaradeildar fór fram í kvöld að Fákaseli.

Í kvöld fór fram spennandi keppni í Gæðingafimi. Þetta er önnur keppni ársins en þriðja keppni tímabilsins 2015-2016.

Talsvert var um góðar sýningar í kvöld en líkt og í fjórganginum létu nýliðar deildarinnar fyrir sér finna en tveir þeirra þau Elín Holts og Ásmundur Ernir voru bæði í úrslitum kvöldsins.

Í raun stóð samt baráttan um efsta sætið á milli þeirra Jakobs Svavars og Árna Björns. Líkt og stundum áður voru brekkudómarar kvöldsins ekki á eitt sáttir með hvor staðið hafði betur en niðurstaða dómara kvöldsins var sú að Árni Björn sigraði með talsverðum mun. Hvað sem niðurstöðum kvöldsins líður þá stóðu knaparnir í útslitum allir vel að því vera þar. Eins má segja að dómar í gæðingafimi hafa ekki fram að þessu verið í eins góðu samræmi sem hlýtur að þýða að þekking og þjálfun dómara í þessari grein er að aukast.

Sama má segja hér líkt og áður hefur verið skrifað um þessa grein að rétt væri að bjóða upp á hana oftar því að hún gefur kost á að sýna eðliskosti gæðinga með fimi og mýkt í forgrunni.

Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi:

Úrslit:

1 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum Auðsholtshjáleiga - Horseexport 8.31 
2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk Top Reiter / Sólning 7.92 
3 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík Auðsholtshjáleiga - Horseexport 7.59 
4 Hulda Gústafsdóttir Askur frá Laugamýri Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.45 
5 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.29

Niðurstöður úr forkeppni:

1 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum Auðsholtshjáleiga - Horseexport 7.68 
2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk Top Reiter / Sólning 7.55 
3 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.23 
4 Hulda Gústafsdóttir Askur frá Laugamýri Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.18
5 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík Auðsholtshjáleiga - Horseexport 7.18
6 Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.13
7 Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Heimahagi 7.10 
8 Ólafur Andri Guðmundsson Straumur frá Feti Hrímnir / Export hestar 7.10
9 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.00 
10 Olil Amble, liðsstjóri Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 6.93 
11 Þórdís Erla Gunnarsdóttir, liðsstjóri Sproti frá Enni Auðsholtshjáleiga - Horseexport 6.88 
12 Lena Zielinski Melkorka frá Hárlaugsstöðum Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi 6.80
13 Teitur Árnason Freyja frá Baldurshaga Top Reiter / Sólning 6.78
14 Jóhann Kristinn Ragnarsson Kvika frá Leirubakka Ganghestar / Margrétarhof 6.65 
15 Eyrún Ýr Pálsdóttir, Liðsstjóri Kjarval frá Blönduósi Hrímnir / Export hestar 6.65 
16 Hinrik Bragason, liðsstjóri Verdí frá Torfunesi Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 6.55 
17 Sigurbjörn Bárðarson Nagli frá Flagbjarnarholti Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi 6.53 
18 Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri Dreyri frá Hjaltastöðum Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi 6.37 
19 Reynir Örn Pálmasson Unnur frá Feti Ganghestar / Margrétarhof 6.32 
20 Viðar Ingólfsson Eyjarós frá Borg Top Reiter / Sólning 6.30 
21 Þórarinn Ragnarsson Hringur frá Gunnarsstöðum Hrímnir / Export hestar 6.22 
22 John Kristinn Sigurjónsson Sigríður frá Feti Heimahagi 6.20 
23 Davíð Jónsson Dagfari frá Miðkoti Heimahagi 5.80
24 Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Hekla frá Flagbjarnarholti Ganghestar / Margrétarhof 5.73