þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Járningarnámskeið um helgina

1. febrúar 2012 kl. 11:35

Járningarnámskeið um helgina

Fræðslunefnd hestamannafélagsins Funa í Eyjafirði stendur fyrir járninganámskeiði með Gesti Páli Júlíussyni dýralækni og járningarmeistara dagana 3. - 4. febrúar.

 
Námskeiðið hefst með bóklegri kennslustund í Funaborg á föstudagskvöldinu og á laugardeginum verður verkleg kennsla haldin í hesthúsinu að Hólshúsum. Verð er 15.000 kr en námskeiðið er öllum opið, óháð félagaaðild.
Skráning er á netfangið namskeid@funamenn.is til kl. 13 á föstudag, 3. febrúar.
 
Sjá nánar inni á funamenn.is