miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Járningarnámskeið í Hestheimum

16. september 2013 kl. 16:11

22.september

Fyrsta námskeiðið í haust verður haldið í Hestheimum sunnudaginn 22.9.2013. Það hefst kl. 9.00 og lýkur um kl. 16.00. Verðið er 15.500,- og er tveggja rétta hádegisverður er innifalinn.

Bókleg og verkleg kennsla er í höndum reynsluboltans: Guðmundar Guðmundssonar frá Hellu.

Þessi námskeið hafa slegið í gegn síðustu árin, enda frábær kennari og einstaklingsmiðuð kennsla. Hestheimar sjá um að útvega hesta, skeifur og öll nauðsynleg tæki og tól.

Járningarnámskeiðin henta öllum, bæði þeim sem eru vanir að járna og þeim sem aldrei hafa járnað fyrr. Nemendur eru bæði ungir og aldnir, karlar jafnt sem konur.

Frábært tækifæri til að vera sjálfbjarga með að járna eigin hest og spara um leið !

Nánari upplýsingar og bókanir: hestheimar@hestheimar.iswww.hestheimar.is