miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Járningardagar 2014

4. nóvember 2014 kl. 21:55

Járningadagar voru haldnir að Völlum í Ölfusi í aðstöðu Eldhesta 25. og 26. október.

Þar voru mættir rúmur tugur járningarmanna til að vinna með Magna Dalebak sem kom á vegum Ó.Johnson og Kaaber ehf og Mustad og þökkum við fyrir þennan stuðning sem okkur er veittur.

Einnig hélt Járningafélagið aðalfund að morgni sunnudagas og voru menntamál járningamanna mikið rædd. Breytingar urðu á stjórn félagsins en Guðmundur Guðmundsson og Sigurður Sæmundsson báðust lausnar og þökkum við þeim fyrir þeirra framlag til félagsins á undan förnum árum.Í stjórn voru kosnir Þorgrímur Hallgrímsson formaður,Sigurður Torfi varaformaður Gunnar Már ritari Gunnar Halldórsson gjaldkeri og Þorgrímur Sigmundsson meðstjórnandi.

Þá hélt félagið Íslandmót í járningum og tóku 9 félagar þátt.

Úrslit fóru þannig að í 1.sæti varð Gunnar Halldórsson 2.sæti Þorgrímur Hallgrímsson og 3.sæti Sigurður Torfi Sigurðsson. Ó.Johnson og Kaaber og Mustad veittu vegleg verðlaun að vanda og færum við þeim bestu þakkir fyrir.

Verðlaunaafhending á Íslandsmóti 2014. Frá Vinstri Marteinn Magnússon frá Mustad, Gunnar Halldórsson, Þorgrímur Hallgrímsson, Sigurður Torfi Sigurðsson og Magne Dalebeck.