miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Járninganámskeið

21. janúar 2010 kl. 11:57

Járninganámskeið

Járninganámskeið verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal, dagana 29., 30. og 31.janúar. Leiðbeinandi verður Óskar Jóhannsson, járningameistari, í samstarfi við Mustad.

Járningarnámskeiðið er aðallega hugsað fyrir þá sem eru stutt á veg komnir, byrjendur og þá sem hafa járnað töluvert og vilja auka við þekkingu sína.

Verð kr. 16.000.-  fyrir skuldlausa Fáksfélaga en kr. 17.500.- fyrir aðra. Námskeiðsgjald verður að greiða að fullu áður en námskeið hefst. Nemendur verða að koma með sín eigin járningarverkfæri og hesta til að járna.

Námskeiðið hefst með bóklegum tíma föstudagskvöldið 29.janúar milli kl. 20 – 22. Verklegir tímar verða laugardag og sunnudag þar sem 5 -6 manns verða saman í hóp.

Skráning fer fram á netfanginu fakurfraedsla@simnet.is og lýkur þriðjudagskvöldið 26. janúar.

Fræðslunefnd Fáks.