þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Járninganámskeið

10. janúar 2017 kl. 10:45

Leó Hauksson Íslandsmeistari í járningum árið 2015

Fræðslunet suðurlands með veglegt járninganámskeið þar sem Sigurður Torfi Sigurðsson er kennari.

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja afla sér grunnþekkingar og fróðleiks um járningar og hófhirðu. 

Farið verður í undirstöðuatriði góðrar hófhirðu og fjallað um hvernig má stuðla að heilbrigði hófa. Þá er nemendum kennt hvaða viðmið skuli notuð við mat á gæðum og endingartíma járninga. Kennsla fer fram í formi fyrirlestra og sýnikennslu auk léttra æfinga.

Athugið að í framhaldi af lotu 1 verður lota 2 sem hefst 16. febrúar þar verður meira um verklega kennslu og er námskeiðslýsing á lotu 2 svohljóðandi:

Áhersla á verklega færni og dýpkun þekkingar á járningum og hófhirðu. Kennsla fer fram í formi sýnikennslu og verklegra æfinga en dagskráin brotin upp með stuttum fyrirlestrum til að tengja æfingar við fræðina. Nemendur fá tilsögn í meðhöndlun og beitingu algengustu járningaverkfæra og hvernig á að bera sig að við járningar. Nemendur fá leiðbeiningu um rétta líkamsbeitingu við járningar og hvernig best er að stilla upp hrossi til að vinna verði sem léttust.

Nánari upplýsingar um skráningu og námskeiðin má finna ef smellt er hér