laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Járningadagar 2016

9. nóvember 2016 kl. 10:43

Járningamannafélag Íslands

Hinir árlegu járningadagar verða haldnir að Miðfossum í Borgarfirði 11-12 nóvember

Hinir árlegu járningardagar Járningamanafélags Íslands  verða haldir dagana 11.-12. nóvember n.k. að Miðfossum í Borgarfirði.

Námskeið í jafnvægisjárningum, formbreytingum á skeifum, einnig verður farið í sjúkrajárningar. Íslandsmót í járningum.

Námskeið sem byggist á fyrirlestri og þar sem farið verður yfir helstu atriði varðandi járningar með tilliti til hreyfinga hrossa og smíði á skeifum auk verklegrar kennslu í formbreytingum á skeifum og vinnu í eldi. Reynt verður að stilla verkefnum þannig upp að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Reynsla í eldsmíði eða heitjárningum er ekki nauðsynleg. 

 Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur fái hugmyndir um hvernig hægt er með litlum formbreytingum á skeifum að leiðrétta skekkju í hófum, nota við algengar sjúkrajárningar og hafa áhrif á hreyfiferli hests.

Námskeiðið er ókeypis fyrir skuldlausa meðlimi Járningamannafélags Íslands.  Fyrir aðra kr. 10.000,-

Leiðbeinandi á námskeiðinu og dómari á Íslandsmótinu er Lars Andersson. Lars er með meistaragráðu í járningum frá Slus Hovslagarskola. Lars hefur áratugareynslu af járningum bæði á erlendum keppnisbrokkurum og íslenskum hestum. Hann hefur komið að járningum á helstu vekringum í Svíþjóð. Jafnframt hefur hann haft lærlinga frá flestum járningaskólum Svíþjóðar.Dagskrá

Föstudagurinn 11.nóvember
13:00-18:00 Námskeið í jafnvægisjárningum, smíði og formbreytingum á skeifum. 

Laugardagurinn 12. nóvember.    
13:00-15:00
Opinn dagur járninga þar sem Lars útskýrir fyrir áhorfendum járningar m.t.t. hreyfinga hrossa

15:00-17:00 Íslandsmót í járningum

 

Skráning:  jarningamenn@gmail.com  eða í síma 863 2361 og 8221959 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 9.nóvember!

  Þátttökugjald: Greiðist inn á reikningsnúmer 310-26-006111, kt.611106-0760. Sendið staðfestingu á netfangið jarningamenn@gmail.com  

Skránin á Íslandsmót í járningum: jarningamenn@gmail.com  og í síma 863 2361 og 8221959 fyrir 10.nóvember