fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jarl og Stormur koma fram

10. mars 2015 kl. 13:30

Jarl frá Árbæjarhjáleigu

Hæst dæmda afkvæmmi Stála frá Kjarri mætir á Stórsýningu sunnlenskra hestamanna.

Stórsýning sunnlenskra hestamanna verður haldin í Rangárhöllinni á Hellu á skírdag, 2. apríl.

Mörg sterk hross munu koma fram samkvæmt tilkynningu frá stjórnendum sýningarinnar. Þar á meðal er stóðhesturinn Jarl frá Árbæjarhjáleigu mun mæta. Jarl er hæst dæmda afkvæmi Stála frá Kjarri og var Jarl auk þess hæst dæmdi stóðhestur landsins árið 2013.

Fyrir sköpulag fékk Jarl einkunnina 8.39 og fyrir hæfileika 8.92 og þar með 8.71 í aðaleinkunn.  Jarl er með 9.0 fyrir tölt og fegurð í reið og hann er með 9.5 fyrir bæði skeið og vilja og geðslag. Áður hefur komið fram að margfaldur Íslandsmeistari í tölti, Stormur frá Herríðarhóli, mun koma fram á sýningunni, auk margra annarra sterkra hrossa í bland við yngri og óreyndari.

"Skráning er enn í fullum gangi, en fljótlega verður síðan tilkynnt um æfingatíma í Rangárhöllinni þar sem knapar og ræktendur munu geta tekið út hesta sína á gólfinu," segir í tllkynningunni.