þriðjudagur, 25. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jákvæð þróun eða óæskileg?

3. júlí 2012 kl. 17:45

Jákvæð þróun eða óæskileg?

Allmikil umræða hefur verið undanfarið um sæðingar og fósturvísaflutninga hjá íslenskum hrossum. Talsverður tími er liðinn síðan fyrstu hryssurnar voru sæddar hér á landi en sæðingarstöð Hrossaræktarsamtak Suðurland var starfrækt um árabil í Gunnarsholti. Styttra er síðan fósturvísar stóðu almennum ræktendum til boða hér á landi en lengi vel voru slíkar aðgerðir svo flóknar og kostnaðarsamar að ekki þótti fýsilegt að framkvæma þær hér á landi. Nú þegar verðmæti bestu hrossa landsins hleypur á milljónum eru ræktendur til í að kosta talsverður til að rækta undan verðmæltustu gripunum.

Þessi þróun hefur vakið upp margar spurningar meðal hrossaræktenda. Ræktendur spyrja hve langt skal ganga í þessum málum og hvort rétt sé að takmara sæðingar og fórsturvísaflutninga að einhverju leyti.

Í 4. tbl. Eiðfaxa opnum við fyrir umræðu um þetta umdeilda málefni og spyrjum fagmenn og hrossaræktendur um skoðanir á tæknifrjóvgunum.