laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jákvæð spenna er tilhlökkun-

13. desember 2011 kl. 10:27

Jákvæð spenna er tilhlökkun-

Hann hefur um árabil haft yfirburði í töltkeppnum og er óneitanlega sá knapi sem hefur tekist að ná mestum tökum á þjálfun hinnar einstöku gangtegundar hestsins. Það kom því hestamönnum ekkert sérstaklega á óvart þegar fimmfaldur heimsmeistar í tölti, Jóhann R. Skúlason, var kjörinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna 4. nóvember síðastliðinn.

Í ljósi hins gríðargóða árangurs fannst Eiðfaxa ekki úr vegi að forvitnast um þjálfunaraðferðir meistarans og fékk hann því til að deila brot af vinnuferli með keppnishesta. Hinn settlegi höfuðburður og sterka yfirlína keppnishesta Jóhanns vekja jafnan eftirtekt. Hann segir að til að ná því fram þurfi að hafa hestana góða í beisli.

„Söfnunin getur ekki átt sér stað nema maður geti riðið hestinum fram að taumhendi. Ef hesturinn leggst alltaf fram í taumhöndina þá ertu ekki að safna hestinum saman. Hestar eiga að japla á mélum við taumtak, ekki opna munninn. Þeir eiga að víkja jafnt fyrir taumhendinni og þeir gera fyrir fætinum."

Veglegt viðtal við knapa ársins er að finna í jólablaði Eiðfaxa, sem áskrifendur geta m.a. lesið hér.
Einnig er hægt að kaupa blaðið í vefversluninni hér.

Þá er rétt að minn á fræðslukvöld með Jóhanni og Rúnu Einarsdóttur-Zingsheim í Harðarbóli, félagsheimili Harðar í Mosfellsbæ á laugardagskvöld, þar munu gestir skyggnast enn frekar inn í vinnuaðferðir afreksknapana, þar sem þau munu flytja fyrirlestur um þjálfun og uppbyggingu hrossa.

Það er Félag Tamningamanna sem stendur fyrir fræðslukvöldinu sem hefst kl. 18. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en frítt er inn fyrir skuldlausa félaga í FT.