þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jakob vann fyrsta mótið

Óðinn Örn Jóhannsson
1. febrúar 2018 kl. 23:41

Júlía og Jakob Svavar F1 2018.

Spennandi fjórgangi Meistaradeildar lauk í kvöld.

Í kvöld fór fram fyrsta keppni meistardeildar en keppt var í Spretti. Keppnin var jöfn og nokkuð spennandi en svo fór að Jakob Svavar bar sigur úr bítum en annar var Árni Björn Pálsson. Voru þeir báðir á nokkuð reyndum hestum í greininni en Ásmundur Ernir sýndi aftur hve vel fjórgangur á við hann og varð þriðji á ungum hesti, Fræg frá Strandarhöfði en hann varð jafn sigurvegara síðasta árs Elinu Holst.

Niðurstöður kvöldsins:

1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 7.70

2 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 7.63

3-4 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði 7.50

3-4 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum 7.50

5 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.17

6 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni 7.07

7 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Sæmd frá Vestra-Fíflholti 6.97

8 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II 6.93

9 Hulda Gústafsdóttir Valur frá Árbakka 6.90

10 Matthías Leó Matthíasson Taktur frá Vakurstöðum 6.87

11 Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal 6.83

12 Hinrik Bragason Arður frá Efri-Þverá 6.80

13 Olil Amble, liðsstjóri Goði frá Ketilsstöðum 6.73

14-16 Berglind Ragnarsdóttir Frakkur frá Laugavöllum 6.60

14-16 Ragnhildur Haraldsdóttir Ási frá Þingholti 6.60

14-16 Sigurður Vignir Matthíasson Aska frá Langsstöðum 6.60

17-20 Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi 6.50

17-20 Agnes Hekla Árnadóttir Spyrna frá Strandarhöfði 6.50

17-20 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Gjöf frá Strönd II 6.50

17-20 Sigurbjörn Bárðarson Hrafn frá Breiðholti í Flóa 6.50

21 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti 6.47

22 Bergur Jónsson Glampi frá Ketilsstöðum 6.37

23 Sigursteinn Sumarliðason Háfeti frá Hákoti 6.27

24 Sigurður Sigurðarson Hamar frá Hafsteinsstöðum 6.13