þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jakob tekur enn einn titilinn

14. júlí 2013 kl. 14:45

Eldur frá Kldukinn

Jakob og Eldur frá Köldukinn Íslandsmeistarar í fjórgangi. Hann er þegar kominn með þrjá Íslandsmeistaratitla.

Jakob S. Sigurðsson og Eldur frá Köldukinn eru Íslandsmeistarar í fjórgangi en þeir hlutu 8,13 í einkunn.

Fyrrum Íslandsmeistarar Guðmundur Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi voru rétt á eftir með 8,10 í einkunn og í þriðja sæti var Karen Líndal Marteinsdóttir með 8,07 í einkunn.

Karen er líklegur kandidat fyrir landsliðið en það eru margir sammála að það þurfi að styrkja fjórgangsvænginn í liðinu.

Jakob á möguleika á því að vinna fjóra Íslandsmeistaratitla, en hann er þegar kominn með þrjá, en fimmgangsúrslitin eru eftir.

Niðurstöður úr A úrslitum í fjórgangi

1.Jakob S. Sigurðsson Eldur frá Köldukinn 8,13

Hægt tölt: 8,50
Brokk: 8,17
Fet: 7,67
Stökk: 8,00
Yfirferð: 8,33

2. Guðmundur Björgvinsson Hrímnir frá Ósi 8,10

Hægt tölt: 8,17
Brokk: 8,33
Fet: 8,00
Stökk: 7,00
Yfirferð: 9,00

3. Karen Líndal Marteinsdóttir Týr frá Þverá II 8,07

Hægt tölt: 7,83
Brokk: 8,67
Fet: 7,50
Stökk: 8,83
Yfirferð: 7,50

4. Eyjólfur Þorsteinsson Hlekkur frá Þingnesi 8,03

Hægt tölt: 8,67
Brokk: 9,00
Fet: 6,33
Stökk: 9,00
Yfirferð: 7,17

5. Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum 8,00

Hægt tölt: 8,00
Brokk: 7,67
Fet: 8,50
Stökk: 7,00
Yfirferð: 8,83

6. Hinrik Bragason Stórval frá Lundum 7,93

Hægt tölt: 8,17
Brokk: 8,00
Fet: 8,33
Stökk: 7,17
Yfirferð: 8,00