mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jakob Svavar með sýnikennslu 14.janúar

7. janúar 2017 kl. 19:36

Alur frá Lundum og Jakob Svavar Sigurðsson á HM Berlín 2013

Sýnikennslan verður í Samskipahöllinni í Spretti

Jakob þarf vart að kynna en hann hefur verið afar sigursæll á keppnisbrautinni undanfari ár og er hann meðal annars gæðingaknapi ársins 2016 sem og Landsmóts-sigurvegari í B-flokki 2016 en hann hefur vakið athygli fyrir vel þjálfuð hross og fallega reiðmennsku.

Í sýnikennslunni mun Jakob fjalla alment um uppyggingu og þjálfun hesta.
Jakob mun meðal annars mæta með glæsihryssuna Gloríu frá Skúfslæk. Ekki missa af þessari skemmtilegu sýnikennslu sem hefst klukkan 13:00 og tekur u.þ.b. tvær klukkustundir

Miðaverð er 1500 kr. en frítt er fyrir 10 ára og yngri!

Kveðja Fræðslunefnd Spretts