sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jakob sigraði verðskuldað

20. mars 2009 kl. 13:25

Jakob sigraði verðskuldað

Keppt var í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS í kvöld. Gæðingafimin er öðruvísi keppnisgrein og reynir gríðarlega á reiðmennsku knapanna og ganghæfileika og þjálfunarstig hestanna sem þeir mæta með.

Hver knapi fékk fjórar mínútur til að sýna það sem í hestinum hans býr. Hann hefur nokkuð frjálsar hendur með útfærslu atriðis síns og reynir að sýna fjölhæfni og hátt erfiðleikastig þeirra æfinga sem hann sýnir á hesti sínum. Parið er svo dæmt af sex dómurum, þrír dæma gangtegundir flæði sýningar og þrír dæma æfingar og fjölhæfni. Nokkrar sýningar báru af og komust þeir tíu efstu í aðra umferð.

Þar skal fyrst nefna sýningu Jakobs Svavars Sigurðssonar á Auð frá Lundum II. Báðar sýningar þeirra tókust gríðarvel, þó sú síðari hafi jafnvel verið enn tilkomumeiri. Hesturinn var mjúkur í skrokknum, samvinnufús og knapinn náði virkilega að sýna allar hans bestu hliðar. Gangtegundir voru öruggar, sýndar bæði á hægri og hraðri ferð. Æfingarnar voru fjölhæfar og gerðar af nákvæmni og þjálni en krefjandi í senn.

Í öðru sæti var Valdimar Bergstað með Leikni frá Vakurstöðum. Valdimar var í 3.-4.sæti eftir forkeppnina en átti frábæra seinni sýningu sem fleytti honum upp í annað sætið upp að hlið Jakobs. Leiknir var mjög góður, mjúkur, öruggur og þjáll. Helsti munurinn á þessum tveimur hestum var kannski sá að fjölhæfni í æfingum var meiri hjá Jakobi. Báðir þessir hestar voru hin besta skemmtun á að horfa.

Þriðji varð Sigurður Sigurðarson á Suðra frá Holtsmúla. Siggi var annar eftir forkeppnina en missti það sæti til Valdimars í seinni umferðinni. Suðri var góður og alltaf gaman að horfa á hans eðalgangtegund, brokkið. Það er í senn svifmikið, skrefmikið og fjaðrandi. Það sem vantaði þó upp á, var að sjá hestinn í betri höfuðburði á brokkinu og meiri fágun yfir sýningunni í heild sinni. Einnig vantaði upp á mýktina til þess að sýningin öll heillaði mann. En Suðri er sýningartýpa og hrífur mann alltaf á sinn hátt.

Sýningar meistaraknapanna voru ansi misjafnar. Þeir sem urðu í efstu sætunum voru þar verðskuldað. Hins vegar fannst manni á sýningum sumra knapanna, að þeir hafi lagt takmarkaðan tíma í að æfa prógramm fyrir þessa keppni og/eða hestarnir sem þeir voru á réðu einfaldlega ekki við krefjandi verkefnið.

Úrslit gæðingafiminnar:

Nr    Knapi    Lið    Hestur    Einkunn

 1. Jakob S Sigurðsson Skúfslækur Auður frá Lundum 8,25
 2. Valdimar Bergstað Málning Leiknir frá Vakurstöðum 7,63
 3. Sigurður Sigurðarson Skúfslækur Suðri frá Holtsmúla 7,45
 4. Viðar Ingólfsson Frumherji Spaði frá Hafrafellstungu 7,24
 5. Ísleifur Jónasson Lýsi Röðull frá Kálfholti 7,13
 6. Sigurbjörn Bárðarson Lífland Stakkur frá Halldórsstöðum 7,07
 7. Hinrik Bragason Hestvit Náttar frá Þorláksstöðum 6,92
 8. Hulda Gústafsdóttir Hestvit Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu 6,86
 9. Halldór Guðjónsson Lýsi Höfði frá Snjallsteinshöfða 6,85
 10. Daníel Jónsson Top Reiter Tónn frá Ólafsbergi 6,58

Niðurstöður úr forkeppni:

      Nr    Knapi    Lið    Hestur    Einkunn

 1. Jakob S Sigurðsson    Skúfslækur    Auður frá Lundum    7,92
 2. Sigurður Sigurðarson    Skúfslækur    Suðri frá Holtsmúla    7,8
 3. Valdimar Bergstað    Málning    Leiknir frá Vakurstöðum    7,35
 4. Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    Stakkur frá Halldórsstöðum    7,35
 5. Hinrik Bragason    Hestvit    Náttar frá Þorláksstöðum    7,06
 6. Viðar Ingólfsson    Frumherji    Spaði frá Hafrafellstungu    6,84
 7. Ísleifur Jónasson    Lýsi    Röðull frá Kálfholti    6,84
 8. Halldór Guðjónsson    Lýsi    Höfði frá Snjallsteinshöfða    6,83
 9. Hulda Gústafsdóttir    Hestvit    Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu    6,82
 10. Daníel Jónsson    Top Reiter    Tónn frá Ólafsbergi    6,72
 11. Bylgja Gauksdóttir    Lífland    Grýta frá Garðabæ    6,66
 12. Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    Klerkur frá Bjarnanesi    6,66
 13. Sigursteinn Sumarliðason    Frumherji    Falur frá Þingeyrum    6,27
 14. Daníel Ingi Smárason    Lýsi    Vili frá Engihlíð    6,13
 15. Ragnar Tómasson    Top Reiter    Brimill frá Þúfu    5,75
 16. Camilla P Sigurðardóttir    Skúfslækur    Hylling frá Flekkudal    5,74
 17. Ólafur Ásgeirsson    Frumherji    Sædynur frá Múla    5,69
 18. Sigurður V Matthíasson    Málning    Hlynur frá Oddhól    5,59
 19. Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter    Þytur frá Neðra-Seli    5,55
 20. Jóhann G. Jóhannesson    Hestvit    Saga frá Lynghaga    5,31
 21. Agnar Þór Magnússon    Lífland    Frægur frá Flekkudal    5,17

Einstaklingskeppnin:

nr   Nafn    Lið    Stig
1    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    29
2    Sigurður Sigurðarson    Skúfslækur    27
3    Hinrik Bragason    Hestvit    22
3    Jakob Sigurðsson    Skúfslækur    22
5    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    20
6    Ísleifur Jónasson    Lýsi    17
6    Viðar Ingólfsson    Frumherji    17
8    Sigurður Vignir Matthíasson    Málning    13
8    Valdimar Bergstað    Málning    13
10    Hulda Gústafsdóttir    Hestvit    11
11    Bylgja Gauksdóttir    Lífland    9
12    Daníel Ingi Smárason    Lýsi    7
12    Daníel Jónsson    Top Reiter    7
14    Ólafur Ásgeirsson    Frumherji    5
14    Halldór Guðjónsson    Lýsi    5
16    Camilla Petra Sigurðardóttir    Skúfslækur    4
17    Ragnar Tómasson    Top Reiter    2
18    Agnar Þór Magnússon    Lífland    2

Liðakeppnin:

Lið    Stig
Málning    168
Skúfslækur    156
Lífland    138
Lýsi    129,5
Hestvit    125
Frumherji    113,5
Top Reiter    94