mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jakob sigraði gæðingafimina aftur-

12. febrúar 2011 kl. 01:07

Jakob sigraði gæðingafimina aftur-

Jakob Sigurðsson kom sá og sigraði í gæðingafimi Meistaradeildarinnar sem haldin var í kvöld. Hann reið tölthryssunni Árborg frá Miðey...

af miklu öryggi og fagmennsku og sigraði með einkunnina 7,88. Í öðru sæti var Sigurbjörn Bárðarson á hestinum Jarli frá Mið-Fossum með einkunnina 7,60 og í því þriðja Bylgja Gauksdóttir á Grýtu frá Garðabæ með einkunnina 7,42.
Gæðingafimi er feykilega skemmtileg grein þar sem miklar kröfur eru gerðar bæði til hests og manns. Flest hrossin sem fram komu í kvöld voru reyndir keppnishestar þó svo að Árborg sé tiltölulega nýkomin upp á meðal fremstu keppnishrossa landsins. Samt er það þannig að fyrir hinn almenna hestaáhugamann  er erfitt að greina á milli þess hvað gott er og svo hvað gerir frábæra sýningu og er það sennilega vegna þess hve sjaldan keppt er í þessari grein. Það væri gaman ef keppt væri oftar í þessari grein og væri það gaman ef boðið væri upp á gæðingafimi t.d. á Íslandsmótum.
Þetta er í annað sinn sem Jakob sigrar í gæðingafimi Meistaradeildarinnar en síðast var þá á stóðhestinum Auð frá Lundum.
Það hlýtur að teljast frábær árangur að sigra tvisvar í þessari erfiðu grein á tveimur mjög ólíkum hrossum.
Sigurbjörn átti örugga sýningu á hinum fasmikla Jarli frá Mið-Fossum og Bylgja Gauksdóttir skaut mörgum eldri og reyndari knöpum aftur fyrir sig og ljóst er að hún er að skipa sér meðal fremstu reiðmanna landsins á hryssu úr ræktun fjölskyldunnar, Grýtu frá Garðabæ.
En úrslitin urðu eftirfarandi:
1.    Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót / 66°Norður Árborg frá Miðey 7,88
2.    Sigurbjörn Bárðarson Lýsi Jarl frá Mið-Fossum 7,60
3.    Bylgja Gauksdóttir Auðsholtshjáleiga Grýta frá Garðabæ 7,42
4.    Sigurður Sigurðarson Lýsi Hljómur frá Höfðabakka 7,29
5.    Viðar Ingólfsson Hrímnir Röskur frá Sunnuhvoli 7,04
6.    Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Norður-Götur Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu 7,01
7.    Hekla Katharína Kristinsdóttir Auðsholtshjáleiga Vígar frá Skarði 7,00
8.    Sigurður Vignir Matthíasson Málning / Ganghestar Máttur frá Leirubakka 6,95
9.    Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur Sveigur frá Varmadal 6,85
10.    Valdimar Bergstað Málning / Ganghestar Leiknir frá Vakursstöðum 6,62