þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jakob og Alur Íslandsmeistarar í slaktaumatölti

14. júlí 2013 kl. 13:58

Í öðru sæti var Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla með 8,58 í einkunn.

Jakob S. Sigurðsson og Alur frá Lundum II sigruðu slaktaumatöltið örugglega með 9,04 og vörðu þar af leiðandi titilinn frá því í fyrra.

Ótrúlegur árangur hjá þessum félögum, Íslandsmeistarar í fimmgangi og slaktaumatölti í fyrra og nú í slaktaumatölti.

Það verður gaman að sjá hvort þeir endurtaka leikin í ár og vinna báða titlana en þeir mæta í fimmgangsúrslitin á eftir.

Í öðru sæti var Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla með 8,58 í einkunn og í þriðja sæti var Valdimar Bergstað á Tý frá Litla-Dal með einkunnina 8,17.

Niðurstöður úr A úrslitum í T2:

1. Jakob S. Sigurðsson Alur frá Lundum II 9,04

Frjáls ferð: 9,00
Hægt tölt: 8,83
Slakur taumur: 9,17

2. Reynir Örn Pálmason Greifi frá Holtsmúla 8,58

Frjáls ferð: 8,50
Hægt tölt: 8,17
Slakur taumur: 8,83

3. Valdimar Bergstað Týr frá Litla-Dal 8,17

Frjáls ferð: 8,17
Hægt tölt: 7,83
Slakur taumur: 8,33

4. Viðar Ingólfsson Hrannar frá Skyggni 8,04

Frjáls ferð: 8,50
Hægt tölt: 8,33
Slakur taumur: 7,67

5. Snorri Dal Vísir frá Syðri-Langholti 7,50

Frjáls ferð: 7,50
Hægt tölt: 7,50
Slakur taumur: 7,50