miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jakob og Alur efstir eftir forkeppni

8. mars 2012 kl. 20:18

Jakob og Alur efstir eftir forkeppni

Þaulreyndir keppnishross eru mætt til leiks í slaktaumatöltskeppni Meistaradeildar í kvöld, bæði landsmótssigurvegarar, íslandsmeistarar og nafntogaðar töltmyllur. Áhorfendur voru því ekki sviknir af fallegum sýningum í kvöld.

Íslandsmeistararnir Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum voru með öyggið uppmálað, fengu 8,07 í lokaeinkunn og eru efstir inn í úrslit, rétt eins og í fyrra.

Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum ætla augljóslega að gera atlögu að öðrum sigri, fengu 7,83 í lokaeinkunn og eru í öðru sæti sem stendur.

Valdimar Bergstað gerði sér svo lítið fyrir og reið Tý frá Litla-Dal í þriðja sætið, skemmtileg innkoma hjá knapanum sem er að koma í fyrsta sinn fram í Meistaradeild í ár.

Í fyrra urðu Hulda og Sveigur hins vegar senuþjófarnir, Hulda hampaði þá bikarnum eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum. Hulda og Sveigur munu nú etja aftur kappi í B-úrslitum og spurningin er hvort þessar þrautreyndu kempur endurtaki leikinn.

Dómarar hafa verið missammála en slaktaumatöltskeppnin hefur þótt erfið grein að dæmi og misræmi allra jafna nokkuð meira en í öðrum greinum. Misræmi hefur verið frá 0,3 upp í 1,7.

Miðað við það sem á undan er gengið má búast við firnasterkum úrslitum.

 1. Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót Alur frá Lundum 8,07
 2. Sara Ástþórsdóttir Ganghestar / Málning Díva frá Álfhólum 7,83
 3. Valdimar Bergstað Ganghestar / Málning Týr frá Litla-Dal 7,40
 4. John Kristinn Sigurjónsson Hrímnir Tónn frá Melkoti 7,30
 5. Sigurður Sigurðarson Lýsi Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 7,30
 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Ganghestar / Málning Fura frá Enni 7,03
 7. Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Norður-Götur Sveigur frá Varmadal 7,03
 8. Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter / Ármót Svartnir frá Miðsitju 7,00
 9. Lena Zielinski Auðsholtshjáleiga Njála frá Velli II 6,93
 10. Viðar Ingólfsson Hrímnir Kamban frá Húsavík 6,93
 11. Eyvindur Mandal Hreggviðsson Auðsholtshjáleiga Gefjun frá Auðsholtshjáleigu 6,87
 12. Guðmundur Björgvinsson Top Reiter / Ármót Grýta frá Garðabæ 6,80
 13. Teitur Árnason Árbakki / Norður-Götur Kórall frá Lækjarbotnum 6,80
 14. Artemisia Bertus Hrímnir Kráka frá Syðra-Langholti 6,70
 15. Eyjólfur Þorsteinsson Lýsi Kraftur frá Efri-Þverá 6,57
 16. Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur Smyrill frá Hrísum 6,53
 17. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Stund frá Auðsholtshjáleigu 6,43
 18. Ólafur Ásgeirsson Spónn.is Hróðný frá Hvítanesi 6,37
 19. Elvar Þormarsson Spónn.is Gráða frá Hólavatni 6,20
 20. Sigurbjörn Bárðarson Lýsi Jarl frá Mið-Fossum 6,17
 21. Ævar Örn Guðjónsson Spónn.is Máttur frá Austurkoti 5,63