mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jakob fjórfaldur Íslandsmeistari

14. júlí 2013 kl. 15:31

Jakob S. Sigurðsson er knapi mótsins með fjóra Íslandsmeistaratitla - í slaktaumatölti, fjórgangi, samanlögðum fjórgangsgreinum og fimmgangi.

Jakob S. Sigurðson nældi sér í fjórða Íslandsmeistaratitilinn þegar hann og Alur frá Lundum sigruðu fimmganginn með 8,19 í einkunn.

Held það sé öruggt að segja að Jakob S. Sigurðsson sé knapi mótsins með fjóra Íslandsmeistaratitla - Íslandsmeistari í slaktaumatölti, fjórgangi, samanlögðum fjórgangsgreinum og fimmgangi. Það verður gaman að fylgjast með þessum félögum í Berlín í ágúst 

Önnur varð Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Héðinn Skúla frá Oddhóli með 7,81 í einkunn og í þriðja sæti var Reynir Örn Pálmason með Greifa frá Holtsmúla með 7,69 í einkunn.

Niðurstöður úr A úrslitum í fimmgangi:

1. Jakob S. Sigurðsson Alur frá Lundum II 8,19

2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7,81

3. Reynir Örn Pálmason Greifi frá Holtsmúla 7,69

4. Mette Mannseth Stjörnustæll frá Dalvík 7,62

5. Eyjólfur Þorsteinsson Kraftur frá Efri-Þverá 7,48

6. Haukur Baldvinsson Falur frá Þingeyrum 7,21