mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jafnvígur alhliða gæðingur

16. janúar 2017 kl. 14:49

Hrafn frá Efri-Rauðalæk

7 vetra og eldri stóðhestar.

Í flokki hrossa sjö vetra og eldri voru sýndir 84 hestar. Efsti hesturinn í ár varð Hrafn frá Efri-Rauðalæk á sýningu í Spretti í vor. Umsögn Þorvaldar um hestinn hljómar svo: „Hrafn er afar fríður, framfallegur og jafnvígur, mjúkur, alhliðahestur, undan Markúsi frá Langholtsparti og Hind frá Vatnsleysu.“ Efstur á Landsmóti í þessum flokki var aftur á móti Ölnir frá Akranesi. Ölnir er einnig út af Markúsi frá Langholtsparti en móðirin, Örk frá Akranesi, er undan Markúsi og faðir Ölnis er Glotti frá Sveinatungu. Ölnir er jafnvígur á allar gangtegundir og einkennist af lipurð og léttleika og hefur eflst mikið á skeiði í seinni tíð. Þriðji hesturinn er svo Kolskeggur frá Kjarnholtum en hann er undan Kvisti frá Skagaströnd og Heru frá Kjarnholtum. Þórálfur frá Prestsbæ hlaut 8,82 fyrir sköpulag en það er hæsta sköpulagseinkunn sem stóð­ hesti var gefin í ár. Einungis tveir hestar hlutu yfir 9,0 fyrir hæfileika í ár og voru þeir báðir í þessum flokki en það voru þeir Ölnir frá Akranesi með 9,09 og Hrafn frá Efri-Rauðalæk með 9,03. 

AE       Nafn    Faðir   Móðir

8.84    Hrafn  Efri-Rauðalæk            Markús Langholtsparti         Hind Vatnsleysu

8.82    Ölnir Akranesi           Glotti Sveinatungu    Örk Akranesi

8.79    Kolskeggur Kjarnholtum      Kvistur Skagaströnd Hera Kjarnholtum I

8.78    Jarl Árbæjarhjáleigu Stáli Kjarri      Elding Árbæjarhjáleigu II

8.77    Þórálfur Prestsbæ     Álfur Selfossi  Þoka Hólum

8.73    Skaginn Skipaskaga  Álfur Selfossi  Assa Akranesi

8.72    Glaður Prestsbakka   Aris Akureyri Gleði Prestsbakka

8.70    Hafsteinn Vakursstöðum      Álfasteinn Selfossi     Hending Hvolsvelli

8.66    Stekkur Skák  Kvistur Skagaströnd Lukka Búlandi

8.65    Álfarinn Syðri-Gegnishólum Keilir Miðsitju            Álfadís Selfossi