miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jafnvíg alhliða hryssa

11. janúar 2017 kl. 14:41

Viðja frá Hvolsvelli

5 vetra hryssur

202 hryssur voru sýndar í flokki fimm vetra hryssa. Efsta hryssan í þessum flokki er Elja frá Sauðholti 2, undan Brimni frá Ketilsstöðum og Góu frá Leirulæk. Elja er jafnvíg alhliðahryssa, skeiðið best. Efsta hryssan í þessum flokki á Landsmóti varð aftur á móti Viðja frá Hvolsvelli, undan Frakki frá Langholti og Vordísi frá Hvolsvelli. Viðja er mjúkvaxin og jafnbyggð hryssa, á afar auðvelt með að ganga í réttri líkamsbeitingu, með fallega hvelfingu í hálsi og er í raun hestagull. Þriðja í þessum flokki er svo Kolka frá Breiðholti í Flóa en hún er undan Grun frá Oddhóli og Gunnvöru frá Miðsitju, því alsystir Villings frá sama stað. Kolka hlaut 8,45 í aðaleinkunn en fyrir hæfileika fékk hún hvorki meira né minna en 8,70. Ein hryssa er þó með hærri aðaleinkunn en það er Lukka frá Þúfu en hún hlaut 8,71 fyrir hæfileika og varð fjórða í þessum flokki. Lukka var sýnd af Mette Mannseth en Mette hlaut FT fjöðrina fyrir sýningu sína á hryssunni. 

AE       Nafn    Faðir   Móðir

8.56    Elja Sauðholti 2         Brimnir Ketilsstöðum           Góa Leirulæk

8.50    Viðja Hvolsvelli          Frakkur Langholti     Vordís Hvolsvelli

8.45    Kolka Breiðholti í Flóa           Grunur Oddhóli         Gunnvör Miðsitju

8.43    Lukka Þúfum Trymbill Stóra-Ási     Happadís Stangarholti

8.42    Óskastund Kommu   Kappi Kommu           Ópera Möðrufelli

8.41    Garún Koltursey        Dugur Þúfu í Landeyjum     Kjarnorka Sauðárkróki

8.41    Þökk Árbæjarhjáleigu II       Jarl Árbæjarhjáleigu Þerna Skarði

8.39    Kleópatra Lynghóli   Aron Strandarhöfði   Leista Lynghóli

8.39    Katla Feti        Kiljan Steinnesi         Gréta Feti

8.37    List Þúfum     Trymbill Stóra-Ási     Lygna Stangarholti

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Elju frá Sauðholti 2 sem var hæst dæmda fimm vetra hryssan, sýnd á síðsumarssýningu á Selfossi. Knapi er Jóhann K. Ragnarsson