þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jafnvíg alhliða hryssa

odinn@eidfaxi.is
26. júní 2014 kl. 19:28

Blökk frá Laugarbökkum stendur efst eftir yfirlit í 4 vetra flokki

Efsta hryssan í 4 vetra flokki hryssna inn á Landsmót 2014.

Blökk frá Laugarbökkum er hæst dæmda 4 vetra hryssan þetta vorið með 8,29 í aðaleinkunn. Blökk er dóttir Orradótturinnar Birtu frá Hvolsvelli en hún er í ræktun Þormar Andréssonar sem nú kennir hrossin sín við Strandarhjáleigu. Faðir Blakkar er Þokkasonurinn Hvinur frá Hvoli en hann er sonur hinnar flugvökru Hryðju frá Hvoli sem meðal annars hlaut 10,0 fyrir skeið.

Fyrir sköpulag hlýtur Blökk 8,01 og hæst fyrir háls og hófa 8,5. Fyrir kosti hlaut hún 8,47 sem er frábær árangur fyrir svo ungt tryppi en þar ber hæst 8,5 fyrir tölt, brokk, skeið og fegurð í reið en 9,0 fyrir vilja/geðslag.

Það var Janus Halldór Eiríksson tamningarmaður á Laugarbökkum sem sýndi Blökk á Sörlastöðum í vor en hann sýndi einnig Spönn frá Hrafnkelsstöðum og Brák frá Hrauni í góð 1.verðlaun 4 vetra gamalar í fyrra vor.

Eftirfarandi er listi yfir efstur hryssur í 4 vetra flokki:

8,29    Blökk   frá Laugarbökkum

8,28    Hamingja frá Hellubæ

8,23    Gná frá Eystra-Fróðholti

8,21    Hrafna frá Hrafnkelsstöðum 1

8,20      Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli

8,16    Álfastjarna frá Syðri-Gegnishólum

8,16    Gullbrá frá Torfunesi

8,16    Pixi frá Mið-Fossum

8,08    Hansa frá Ljósafossi

8,06    Syrpa frá Steinnesi