fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jafnvægi er lykillinn

6. mars 2015 kl. 13:59

Hestur með sársaukafulla framtannasjúkdóminn EOTRH.

Ójafnvægi eða sársauki í kjafti hestsins hefur áhrif á jafnvægi og hreyfingar hans.

Tengslin milli hestatannlækninga og reiðmennsku hafa fangað huga Sonju Líndal Þórisdóttur, sem bæði dýralæknir og reiðkennari. Hún ritar grein um tannheilbrigði hrossa í 2. tölublaði Eiðfaxa. Hér er brot úr greininni:

Jafnvægisskynjun hestsins er nátengd kjálkaliðnum rétt eins og í okkur. Ef hestur er með sársauka eða læsingu í kjaftinum og þar af leiðandi tyggur skakkt eða bara öðru megin þá hefur það mikil áhrif á kjálkaliðinn og vöðvana þar í kring. Hægt er að segja að vöðvakeðjur tengi hestinn saman þar sem hvert eitt hefur áhrif á annað. Ein svona keðja nær frá tungu og tengist í hnakka, undirháls, kviðvöðva og alveg aftur í mjaðmagrind. Stífni í tungu og kjálkum t.d vegna sársauka eða ójafnvægis í kjafti, hafa því áhrif á allan hestinn. Hestur með stífni í kjálkum og hnakka nær ekki að bera hryggsúluna rétt og vera í réttri líkamsbeitingu í reið.

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.