fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jafnar einkunn Arions

odinn@eidfaxi.is
21. maí 2014 kl. 00:25

Ölnir frá Akranesi í sýningu 4 vetra á Sörlastöðum.

Enn af úrvalskynbótahrossum

Það er mikið um dýrðir í Hafnarfirði eins og fram hefur komið hér á vefnum. Einn þeirra hesta sem mikla athygli vakti í dag var fimm vetra stóðhesturinn Ölnir frá Akranesi en hann hlaut 8,67 í aðaleinkunn og hækkar um þrjátíu og fjögur stig frá í fyrra.

Þessi einkunn er sú sama og Landsmótseinkunn Arions frá Eystar-Fróðholti frá árinu 2012 þegar hann var fimm vetra og með árangri dagsins fór Ölnir upp fyrir Hersi frá Lambanesi sem stóð hærri í fyrra þá 4 vetra.

Það gæti farið svo að þessir tveir hestar myndu berjast um hylli áhorfanda á komandi Landsmóti líkt og Arion og Sjóður frá Kirkjubæ gerðu árið 2012 í Reykjavík. Sjóður var einnig sýndur í dag og hlaut 9,0 fyrir tölt, brokk og skeið, 8,88 fyrir kosti sem gerir 8,63 í aðaleinkunn.

Það verður spennandi að fylgjast með hvað sýnt verður á morgun í Hafnarfirði en þá er síðasti dómadagur þeirrar sýningar en yfirlitið hefst það klukkan 9.00 á fimmtudagsmorgun með elstu hryssum.

IS2009135006 Ölnir frá Akranesi
Örmerki: 352206000062146
Litur: 1554 Rauður/milli- blesótt hringeygt eða glaseygt
Ræktandi: Smári Njálsson
Eigandi: Margrétarhof ehf
F.: IS2002136610 Glotti frá Sveinatungu
Ff.: IS1988165895 Gustur frá Hóli
Fm.: IS1990236610 Sonnetta frá Sveinatungu
M.: IS2000235006 Örk frá Akranesi
Mf.: IS1993187449 Markús frá Langholtsparti
Mm.: IS1976284356 Ösp frá Lágafelli
Mál (cm): 145 - 134 - 139 - 65 - 144 - 37 - 48 - 44 - 6,5 - 31,0 - 19,5
Hófa mál: V.fr.: 9,2 - V.a.: 9,1
Sköpulag: 7,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,39
Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 9,5 - 9,0 - 7,5 = 8,85
Aðaleinkunn: 8,67
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Daníel Jónsson

IS2007186104 Sjóður frá Kirkjubæ
Örmerki: 968000004771469
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi: Kirkjubæjarbúið sf
Eigandi: Pabbastrákur ehf
F.: IS1997186183 Sær frá Bakkakoti
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Fm.: IS1983286036 Sæla frá Gerðum
M.: IS2002286105 Þyrnirós frá Kirkjubæ
Mf.: IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum
Mm.: IS1993286111 Andrea frá Kirkjubæ
Mál (cm): 143 - 130 - 135 - 63 - 143 - 38 - 46 - 43 - 6,6 - 30,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,4
Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 8,24
Hæfileikar: 9,0 - 9,0 - 9,0 - 8,0 - 9,5 - 8,5 - 8,5 = 8,88
Aðaleinkunn: 8,63
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson