sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Jaðar og Hrísdalur

4. júlí 2014 kl. 17:40

Steggur frá Hrísdal - Knapi Siguroddur Pétursson

Kynning ræktunarbúa.

Jaðar

Kristbjörg og Agnar eru ræktendurnir á Jaðri. Jaðar er frekar ungt ræktunarbú en hefur náð góðum árangri, var m.a. tilnefnt til ræktunarbús ársins árið 2013. Jaðar er staðsett á suðurlandi, rétt við Laugarvatn. Aðalstóðhestur búsins er Stígandi frá Stóra-Hofi en telja þau Kristbjörg og Agnar að hann sé gott dæmi um ræktunarmarkmið þeirra.

Markmið Jaðar er að rækta stór, háfætt hross með gott geðslag og vilja og með kraftmikla nærveru. Einnig að þau séu með fótaburð og gæða tölt.

Hrísdalur

Hrísdalur er í Eyja- og Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi. Hrísdalur er ekki gamalt ræktunarbú en ræktunin byrjaði árið 2003 og eru það þau Gunnar Sturluson og Guðrún Margrét Baldursdóttir sem eru ræktendurnir í Hrísdal. Í Hrísdal er einungis notaðir fyrstu verðlauna stóðhestar og er markmiðið að vinna með styrkleika þeirra og bæta upp veikleika. Á bænum eru 7 fyrstu verðlauna hryssur og á hverju ári fæðast 8-10 folöld