þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Já sæll"

16. apríl 2014 kl. 13:20

Magnús Benediktsson nýr framkvæmdarstjóri Spretts.

Nýr framkvæmdarstjóri Spretts

Magnús Benediktsson er nýr framkvæmdastjóri Spretts og hefur störf á morgun miðvikudaginn 16 apríl.

Maggi Ben, eins og flestir kalla hann, er vel þekktur innan hestaheimsins hér heima og erlendis. Undanfarin ár hefur hann staðið fyrir skipulagningu ýmissa viðburða s.s. Stóðhestaveislu Hrossaræktar, Ræktun í Ölfushöll á vegum Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, ýmsum góðgerðaviðburðum og er einn af stofnandi Horse Expo. Hann hefur einnig komið að útgáfu árlega ræktunarbóka sem Hrossarækt gefur út.

Maggi Ben hefur unnið við tamningar á Íslandi og í Þýskalandi, verið í veitingarekstri og nú síðast var hann framkvæmdastjóri Hrossaræktar ehf.

Maggi Ben býr með Rakel Ýr og eiga þau einn son.