laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íþróttaviðburður og mannfagnaður

5. janúar 2017 kl. 14:57

Alþjóðleg rannsókn á Landsmóti hestamanna sem viðburði.

Sumarið 2016 var Landsmót hestamanna haldið að Hólum í Hjaltadal í Skagafirði en það var í fyrsta skipti sem mótið var haldið þar síðan árið 1966. Í ljósi sérsviða Háskólans á Hólum á sviði hestafræða, viðburðastjórnunar og ferðamála þótti vel við hæfi að hefja á Hólum rannsókn á þessum viðamikla hestatengda viðburði.

Meðal þess sem fengist var við í rannsókninni er efnahagslegt mikilvægi viðburðarins, upplifun og hagsmunir heimamanna, upplifun gesta, viðhorf ræktenda, sýnenda og sjálfboðaliða og áhrif viðburðarins á ímynd svæðisins og landsins sem áfangastaðar.

Lestu meira um rannsóknina í nýjasta tölublaði Eiðfaxa, hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með tölvupósti eidfaxi@eidfaxi.is