miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íþróttamót Hrings

19. ágúst 2013 kl. 14:05

Hestamannafélagið Hringur

Íþróttamót Hrings verður haldið helgina 24.-25. ágúst. Keppt verður í tölti, fimmgangi, fjórgangi og skeiði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hestamannafélaginu Hring en hægt er að sjá hana hér fyrir neðan:

"Helgina 24. - 25 ágúst mun mótanefnd Hrings standa fyrir íþróttamóti á Hringsholtsvelli. Stefnt er að því að mótið hefjist kl. 10:00 en nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur. Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Tölti
Fimmgangi, opnum flokki
Fjórgangi, opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki
100m Dalpay skeiði
150m Dalpay skeiði
250m Dalpay skeiði
Í skeiðgreinum verður rafræn tímataka. Skeiðið er í boði Dalpay á Dalvík sem leggur til verðlaunafé.
Skráningar fara fram í gegnum tengilinn "Skráning í mót" hér til hliðar.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þar skal merkja við öll stjörnumerkt atriði.
Skráningu lýkur miðvikudaginn 21. ágúst kl 19:00.
Skráningargjöld skulu greidd inn á reikning félagsins fyrir miðvikudaginn 21. ágústkl 19:30
Skráningargjöld: kr 2500 fyrir fyrstu skráningu kr 1500 fyrir næstu skráningar pr.knapa í opnum flokki en 1500 hver skráning hjá ungmennum, unglingum og börnum.
Upplýsingar vegna greiðslu skráningargjalda:
Kennitala félagsins: kt. 540890-1029 Reiknisnúmer: 1177-26-175 - skýring
Í tengslum við íþróttamótið verður HEÞ með sölusýningu. Skráningargjald er kr. 3000. Nánari upplýsingar má finna á http://www.hryssa.is og hjá sb@bugardur.is."