laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íþróttamaður USVH

15. janúar 2014 kl. 17:30

Ísólfur Líndal með einn bikar af mörgum. VB MYND / Eiðfaxi

Átti góðu gengi að fagna á liðnu ári

Valin var Íþróttamaður USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) árið 2013, 28. desember síðast liðin. Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður frá Lækjamóti í Víðidal hreppti þann titil en hann hlaut 50 stig í kjörinu. 

Í öðru sæti varð Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Umf. Njarðvík með 26 stig og í þriðja sæti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuknatleikskona hjá Umf. Snæfelli með 22 stig. Verðlaunahafar hlutu eignarbikara og Ísólfur farandbikar auk styrks frá Landsbankanum á Hvammstanga.

Ísólf þarf vart að kynna en hann átti mjög gott ár í ár en m.a. sigraði hann B flokk gæðinga á FM Vesturlands og sigraði einstaklingskeppnina í Meistaradeild Norðurlands. Ísólfur var einnig valin Gæðingaknapi ársins. 

Það eru stjórnarmenn í aðildarfélögum USVH og stjórn USVH sem kjósa íþróttamanninn.