fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íþróttamaður Skaftárhrepps 2014

1. febrúar 2015 kl. 16:50

Þokki og Kristín er með 12 bestu tölteinkunn landsins árið 2014 með einkunnina 7,73 Myndina tók Frida Hermansson

Hestaíþróttakona varð fyrir valinu.

Á Þorláksmessu var kjörin íþróttamaður Skaftárhrepps. Að þessu sinni hlaut titilinn hestaíþróttakonan Kristín Lárusdóttir. Árangur Kristínar var glæsilegur á árinu en hennar helstu afrek og Þokka frá Efstu Grund eru eftirfarandi

26 sæti á heimslistanum í tölti (7,535)
30 sæti á heimslistanum í samanlögðum árangri í tölti og fjórgangi (7,293)
1 sæti á opnu WR móti hjá Spretti bæði í tölti og fjórgangi
1.sæti í tölti hjá hestamannafélaginu Sindra
4 sæti í tölti hjá hestamannafélaginu Sleipni Selfossi
14. sæti í tölti á Landsmóti hestamanna þarf sem aðeins 30 bestu töltarar landsins fá að keppa
Varð í 10 sæti í fjórgangi á Íslandsmótinu  í hestaíþróttum
Varð í 7-8 sæti í tölti á Íslandsmótinu í hestaíþróttum
Varð í 5 sæti í tölti á Svellköldum konum í Skautahöllinni í Reykjavík
Varð í 2-4 sæti á Kvennatölti Spretts
Varð í 2 sæti á stórmóti Geysis í tölti um verslunnarmannahelgina