mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaíþróttamaður Harðar

8. janúar 2014 kl. 21:14

Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla

og tilnefndur sem Íþróttamaður Mosfellsbæjar

Reynir Örn Pálmason var valin Hestaíþróttamaður Harðar 2013 en þetta er í sjötta sinn sem hann hlýtur þennan titil. Reynir Örn er ásamt því tilnefndur sem Íþróttamaður Mosfellsbæjar. Súsanna Katarína Guðmundsdóttir er tilnefnd sem Íþróttakona Mosfellsbæjar fyrir hönd Harðar.

Reynir Örn Pálmason
Hestaíþróttamaður Harðar 2013
42 ára (fæddur 17.apríl 1971)

Reynir Örn er framúrskarandi afreksmaður í hestaíþróttinni. Hann hefur verið valinn hestaíþróttamaður Harðar sex sinnum. Hann hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði um árabil, ásamt því að reka stórt hestabú. Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður. Hann hefur oft verið valinn í Landslið Íslands og keppt fyrir Ísland á erlendri grundu. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kynslóðina sem við erum að ala upp í Herði. Árið 2013 var einkar farsælt keppnisár hjá Reyni Erni, hann keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og nánast alltaf í úrslitum. Reynir Örn er á Heimslista FEIF Worldranking 2013 sem eru heimssamtök Íslandshesta, en þar er hann í 3.sæti slaktaumatölt T2 - 7. sæti í fimmgangi F1 - 8. sæti í samanlögðum fimmgangsgreinum. Í fimmgangi fékk Reynir Örn 7,50 í forkeppni sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið á Íslandi. Hestamannafélagið Hörður er mjög hreykið af því að hafa svo frábæran afreksmann innan sinna raða.

Súsanna Katarína Guðmundsdóttir
17 ára (fædd 27.nóv. 1996)


Súsanna Katarína er 17 ára og hún er nánast “fædd” í Herði. Hún hefur sýnt það að með áhuga, frábærri ástundun og gleði í hjarta hefur hún vaxið sem knapi og frábær Harðarfélagi frá ári til árs og er ein af efnilegri knöpum Harðar í hestaíþróttinni. Hún er sannur íþróttamaður, félagi og leitogi innan vallar sem utan og mikill vinur hestanna sinna. Súsanna Katarína er lífleg og tekur jákvæð þátt í félagsstarfinu og viðburðum Harðar, hún er hjálpsöm og góð fyrirmynd fyrir börnin okkar í yngri flokkunum. Hún var dugleg að keppa á sl. ári og var í úrslitum á öllum mótum sem hún keppti á. Hæst ber að nefna sigur í A-flokki áhugamanna á opnu móti í Fáki, sigur í A-flokki áhugamanna í Herði, 3. sæti í A-flokki atvinnumanna í Sörla, úrslit í fimmgangigangi á Íslandsmóti á Akureyri og Suðurlandsmeistari í fimmgang á Hellu. Hún keppir einnig í óhefðbundnum keppnisgreinum t.d. kappreiðum, þrautabraut og smalakeppni og var alltaf í verðlaunasæti. Hestamannafélagið Hörður er hreykið af því að hafa svo frábæra afrekskonu innan sinna raða.