þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

8. janúar 2014 kl. 19:00

Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund

úr röðum félagsmanna Hrings

Þann 3. janúar fór fram kjör á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2013. Fulltrúi Hrings var Anna Kristín Friðriksdóttir sem einnig var kjörin íþróttamaður Hrings á haustdögum. Anna Kristín átti mjög gott keppnisár og landaði mörgum titlum á keppnisvellinum, þá var hún einnig tilnefnd til efnilegasti knapi árisns af LH. Til að gera langa sögu stutta þá vann Anna Kristín titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggaðar og því fyrsti Hringsfélaginn sem hlýtur þann titil.