þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íþróttaknapi ársins ?

31. október 2013 kl. 15:00

Jakob S. Sigurðsson var Íþróttaknapi ársins 2012 en hann er tilnefndur í ár í sama flokki.

Hvað segja sérfræðingarnir..

Það voru margir sem náðu góðum árangri í íþróttakeppnum í ár svo gaman verður að sjá hver fær titilinn Íþróttaknapi ársins 2013. En þetta höfðu "sérfræðingarnir" að segja um þennan flokk:

Guðmundur Björgvinsson: "Jakob Svavar Sigurðsson"

Hulda Gústafsdóttir: "Ég held það verði Jóhann Skúlason með háu einkunnina sína!"

Reynir Örn Pálmason: "Ég held það verði sá sami og knapi ársins, Jakob Svavar Sigurðsson." 

Sigurður Sigurðarson: "Ég veit ekki alveg með þennan flokk en mér finnst Jói Skúla og Jakob koma báðir til greina. Það fer eftir því hvort þeir velji annan þeirra með sem knapa ársins og þá hinn sem íþróttaknapa ársins."

Þórarinn Eymundsson: "Ég held það verði Jóhann Rúnar Skúlason. Auðvitað er Jakob rosalega líklegur líka en Jóhann klárar sumarið. Jakob gerir svakalega vel á Íslandsmótinu með þrjú gull en Jóhann er með tvö gull á Heimsmeistaramótinnu svo ég held það verði Jói. Ég skoða ekki magnið mér finnst merkilegra ef einhver gerir eitt alveg rosalega gott vera nóg."