miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ÍSTÖLT þeirra allra sterkustu

26. mars 2012 kl. 17:44

Ístölt þeirra allra sterkustu 2012 í Skautahöllinni.

Prinsinn af Mývatni, Magnús á Íbishóli, mætir á svellið

ÍSTÖLT þeirra allra sterkustu verður haldið á laugardagskvöldið kemur í Skautahöllinni í Laugardal og hefst kl. 20:00. Miðasalan hefst í verslunum Líflands, Ástundar, Top Reiter og Baldvins og Þorvaldar á morgun.  Miðaverð er kr. 3.500.

Að venju eru á ráslistanum þekktir knapar og hross og verður hann birtur í vikunni. Vitað er að Magnús Bragi Magnússon á Íbíshóli mætir á svæðið, en hann var maður mótsins á Mývatn Open fyrr í vetur. Vann töltið á Óskasteini frá Íbíshóli og stóðhestakeppnina á Vafa frá Ysta-Mói.