þriðjudagur, 16. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ístölt og „Allra sterkustu“ á RÚV

6. júní 2015 kl. 09:46

Ístöltsmót kvenna

Hestaþættir á RÚV alla helgina.

Tveir hestaþættir eru á dagskrá RÚV um helgina. Sá fyrri fjallar um ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal í mars sl. og sjá þeir Einar Örn Jónsson og Óskar Þór Nikulásson um dagskrárgerð. Sá þáttur er á dagskrá á laugardag 6. júní kl. 15.

Síðari þátturinn fjallar um töltkeppnina "Allra sterkustu" sem fram fór í Sprettshöllinni í Kópavogi í apríl. Um dagskrárgerð sjá Hulda G. Geirsdóttir og Óskar Þór Nikulásson. Þátturinn er á dagskrá á sunnudaginn, 7. júní, kl. 16:30.

Hægt er að horfa á beina útsendingu líka á ruv.is og þættirnir verða einnig aðgengilegir í Sarpinum á ruv.is  og sjónvarpsleigum símafélaganna að útsendingu lokinni.