fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ístölt mót Gnýfara

24. janúar 2012 kl. 16:22

Ístölt mót Gnýfara

Ístölt mót hestamannafélagsins Gnýfara verður haldið laugardaginn 11. febrúar á  Ólafsfjarðarvatni. Keppt verður í tölti og 100 metra skeið.  

„Peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í tölti og skeiði og ekkert skráningargjald. Hægt er að skrá sig á netfangið hringverskot@gmail.com og fetiframar@gmail.com, fram þarf að koma nafn, aldur, faðir og móðir, upplýsingar um mótið eru veittar í síma 8670251,“ segir í tilkynningu frá mótanefnd félagsins.